HÁTÍÐAR

ÞORLÁKSMESSU SÚKKULAÐI & SÖNGUR

Vertu með okkur í gleðilegri athöfn rétt fyrir hátíðarhöld, stöldrum við og fyllum hjartað af hlýju og svífum inn í hátíðina saman í tónaflóði.


- Laugardaginn 23. desember kl. 12:30 til 14:30 í tignarlegum sal Lífspekifélagsins -

Þvi miður þurfum við að aflýsa stundinni í dag.
Gleðileg jól og góðar stundir <3

Stöldrum við og kveikjum innra ljósið yfir hátíðina.

Nærandi og dásamlegt tækifæri til að fylla bollann þinn fyrir hátíð ljós og friðar.

Lyftum okkur upp saman með súkkulaði og söng.

Ferðast inn á við í hjartaopnandi cacao athöfn í gegnum leidda miðlun að innri hlustun og tengingu.

Svífum saman inn í lifandi tónlist, hér hefur þú valið að njóta og taka þátt, ef þú kýst.
Hátíðarsöngvar, möntrur og dægurlög.

Allir velkomnir og hvetjum þig til að taka fjölskyldu og/eða vini með að koma saman í söng hjartans.

CACAO ATHÖFN

HJARTA HUGLEIÐSLA

HÁTÍÐAR SÖNGSTUND

SLÖKUN


NærAndi SamVera / Innri ró & Tenging / Heim í Hjartað

- P r a k t í s k u A t r i ð i n -

  • Laugardagur 23. desember í Lífspekifélaginu

  • Byrjum stundvíslega kl 12:30 og ljúkum kl. 14:30

  • Kakó bolli innifalinn

  • Verð 5.000 kr.

Hvað þarftu meðferðis eða að vita fyrir stundina: 

  • koma á léttum maga (helst að borða ekki 2 klst fyrir)

  • í þægilegum og mjúkum fatnaði

  • gott að hafa meðferðis vatnsflösku, púða til að sitja á og uppáhalds bolla undir cacao

  • ef þú ert með hjartasjúkdóm, á þunglyndis- eða kvíðalyfjum er gott að láta vita

❄︎ CACAO ❄︎

Hreint seremonial cacao frá regnskógum Guatemala er kallaður drykkur guðanna í Mayan ættbálkum suður Ameríku. Þessi drykkur er jafnframt stútfullur af andoxunarefnum, steinefnum, vítamínum og er talinn magnesíum ríkasta planta jarðarinnar. Það hefur bæði slakandi áhrif á hug og hjarta og hjálpar þannig að fara í hugleiðsluástand til að fara dýpra inná við í hvíld, mýkt, kyrrð og hlustun.


❄︎ SÖNGUR ❄︎

Söngur hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega vellíðan, það hafa margar rannsóknir sýnt fram á það hvernig það styrkir lungu og hjarta, örvar innkitlakerfið og dregur úr streytu. Það að syngja saman í hóp eykur tilfinninguna fyrir samfélagi, að tilheyra og deila með öðrum.

SYNGJUM HÁTÍÐINA INN SAMAN

Tryggðu þér pláss með því að fylla út formið hér að neðan

Þorláksmessu Súkkulaði og Söngur

Leiðsögumenn Hjartans


  • Hjartahvíslir, Jógína, Tónfreyja og cacao plöntu leiðsögumaður.

    Heiðrún María frá ungum aldri hefur haft mikinn áhuga á líkamlegri og andlegri vellíðan og heilsu. Í dag sérhæfir hún sig í endurkynni við sjálfið í gegnum brú hjartans með tifandi & lifandi nærveru sinni, náttúrutengingu, tónheilun, cacao athöfnum, MBM öndunartækni og jóga.

    Heiðrún María hefur einstaka næmni og líkamnar hvað það er að vera frjáls í sjálfum sér í sannleika. Hún brennur fyrir því.

  • Tónasveinn, Jógi, Ljósvíkingur og áhugamaður um lífið og andann.

    Sveinbjörn er fjölhæfur listamaður sem syngur og spilar á fjölmörg töfrandi hljóðfæri, hann hefur getið af sér gott orð fyrir blíðu rödd sína og tónlistarflutning í hinum ýmsu athöfnum í gegnum árin.

    
Fyrir Sveinbirni er samsöngur og samsköpun í öruggu og fallegu rými ein kröftugasta leiðin til að tilheyra, ein af þessum öflugu leiðarvísum heim í hjartað, þar sem að á meðan að við sköpum og fylgjum innsæinu getum við einnig hlustað á hvað hjartað hvíslar að okkur.