Heim í Hjartað

SÚKKULAÐI SEREMÓNÍA OG TÓNHEILUN

Laugardaginn 22. febrúar í Fljotsdalsgrund í Fljótsdal kl. 15 - 17:30

Vertu velkomin/nn í einlæga og hjartaopnandi súkkulaði seremoníu þar sem þú færð tíma og rými til að staldra við og dvelja dýpra í hjartanu þínu. Í gegnum næma leiðslu verður þú leidd/ur í innri hlustun og ró með aðstoð cacao plöntunnar, einföldum öndunaræfingum, leiddri hugleiðslu og tónheilun.

Í hröða nútímalegu samfélagi eigum við til að týnum okkur í áreiti, samanburði og skoðunum annarra. Hér í þessum stundum einblínum við á hjartatenginguna okkar, innri hlustun og samstillingu við eigin náttúrunnar takt.

Það að opna hjartað okkar opnar fyrir dýpri nánd við lífið og eykur þannig vellíðan, frið og gleði í hversdagsleikan.

Mér finnst ótrúlega nærandi að koma í kakóseremóníur til Heiðrúnar. Þar næ ég að fara djúpt inná við og tengjast kjarnanum mínum. Hún heldur mjög vel utan um rýmið og ég finn mikið öryggi og mýkt. Hún leiðir hugleiðslur af einstakri næmni þar sem gefið er rými til finna fyrir tilfinningum sínum og sínum innri styrk. Það verður alltaf einhver einstök tenging við mig sjálfa og djúpur innri friður. Með því að mæta reglulega í seremóníur er ég tengdari sjálfri mér og fæ meiri skýrleika í lífinu. Finn að ég næ að treysta betur lífinu og er með opnara hjarta.
— Íris Huld

HVAÐ ER SÚKKULAÐI SEREMÓNÍA?

Við hefjum stundina að drekka saman Ceremonial Grade Cacao frá regnskógi Guatemala.

CEREMONIAL CACAO

Er kallaður drykkur guðanna í Mayan ættbálkum suður Ameríku. Þessi drykkur er jafnframt stútfullur af andoxunarefnum, steinefnum, vítamínum og er talinn magnesíum ríkasta planta jarðarinnar. Það hefur bæði slakandi áhrif á hug og hjarta og hjálpar þannig að fara í hugleiðsluástand til að fara dýpra inná við í hvíld, mýkt, kyrrð og hlustun. Þú getur lesið meira um cacao HÉR .


TÓNHEILUN OG SLÖKUN

Í tónheilun er notast við tíðni, hljóma og tóna til að færa okkur í dýpri slökun, jafna orkuflæði líkamans og bæta líkamlega og tilfinningalega vellíðan. Tónheilun getur losað um djúpa streytu og kvíða, róað og nært taugakerfið, bætt svefn, losað um verki, aukið vellíðan og hjálpað líkamanum að heila sig.

Hér ferðumst við djúpt í vitundina og leyfum tónunum að leiða okkur í innra ferðalag.

Það sem þú átt kost á að upplifa:

  • Samhæfingu á milli hugans og hjartans

  • Endurræsingu á lífskrafti

  • Dýpri tengingu við sjálfan þig og æðri mátt

  • Tilfinningalosun

  • Sterkara innsæi og dýpri innsýn

  • Dýpri skynjun og tenging við líkamann

  • Djúpa slökun og hvíld

  • Innri hamingju og frið

  • Dýpri gleði, fegurð og friður í hversdagsleikanum

Mælst er með mæta reglulega fyrir dýpri upplifun og áhrif. Flestir finna áhrifin endast í nokkra daga eða lengur.

PRAKTÍSK ATRIÐI

  • Laugardaginn 22. febrúar í Fljótsdalsgrund í Fljótsdalshrepp

  • Byrjum stundvíslega kl 15 og ljúkum athöfn um kl. 17:30

  • Verð 4.000 kr.

Hvað þarftu meðferðis eða að vita fyrir stundina: 

  • Mælst er með að fasta 1,5 - 2 klst fyrir stundina svo þú sért tiltölulega létt/ur í maga í upphafi athafnar

  • Sleppa öllum mjólkurafurðum og koffíni fyrir stundina

  • Vertu í þægilegum og mjúkum fatnaði

  • Hafðu meðferðis vatnsflösku, púða til að sitja á, teppi og jafnvel gæru.

  • Ef þú ert með hjartasjúkdóm, á þunglyndis- eða kvíðalyfjum er nauðsynlegt að láta Heiðrúnu vita fyrirfram.

HEIM Í HJARTAÐ Í FLJÓTSDAL

Tryggðu þér pláss með því að fylla út formið hér að neðan