Ert þú tilbúin/nn að mæta þér og dvelja djúpt í hjartanu þínu?
Viltu vita hver þín sanna náttúra er?
Helgarnámskeið með Heiðrúnu Maríu þar sem við finnum dýpri tengingu við okkar sönnu náttúru. Umvafin vetrartöfrum við Kirkjufell á Snæfellsnesi í fallegu sveitasetri munum við opna hjartað dýpra í gegnum athafnir, hugleiðslur og öndun, heitum og köldum böðum, náttúruævintýrum og tónheilun.
VETRARSÆLA VIÐ KIRKJUFELL
Föstudaginn 1. mars til sunnudags 3. mars 2024
** skráning lokar miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12
“Þetta námskeið er enn að ná til mín, því þetta voru ekki bara upplýsingar heldur vann það á breytingum innra með manni. Kennarinn fróðlegur enn um leið sönn i því sem hún gerir. Æfingarnar höfðu djúp og góð áhrif og er ómetanlegt að hafa þær á upptöku áfram. Ég hef farið á mörg námskeið sem margt gleymist eftir á enn mér þykir eins og einhver breyting hafi náðst eða a.m.k vöxtur sem var mjög áhugaverður, frelsandi og góður.”
Ollý Aðalgeirs, frá Kvennakakó netnámskeiði
Tími til að staldra við, hægja á, fara frá vanalegri upplifun, aftengjast tækjum og almennri örvun til að hvílast djúpt í sjálfum þér.
Yfir síðustu 4 ár hefur Heiðrún María leitt regluleg námskeið, retreat og athafnir með það að leiðarljósi að skapa vettvang fyrir aðra að koma heim í hjartað. Hún hefur einstaka hæfni í að skapa heilnæmt og heilagt rými fyrir endurtengsl að sanna sjálfinu og innri mætti.
Í gegnum djúpa innri hlustun, orkuvinnu, tónheilun, hugleiðslur og náttúruöflin upplifum við hvað það er að dvelja í hjartanu, hvernig við hlustum og fylgjum innsæinu, frelsum okkur frá takmarkandi hugsunar mynstrum og hegðun, eflum tilfinningartengsl og skynjunina okkar.
“Opnaði augun fyrir því hversu mögnuð ég er í raun og veru og að maður þarf að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig”
Umsögn frá fyrra námskeiði
PRAKTÍSK ATRIÐI
DAGSKRÁ
Við hittumst á föstudeginum 1. mars kl. 16 á Fellsenda á Grundarfirði og ljúkum dvölinni okkar á sunnudeginu 3. mars kl. 14.
Yfir helgina er þér boðið að halla þér inní mysteríuna og óvissu.
Leyfa þér að njóta þess að vera og vera leidd dýpra inní hlustun og traust.
Við munum koma saman í daglegri morgun iðkun (jóga, öndun, hugleiðsla), cacao athafnir, hugleiðslur og tónheilun, köld og heit böð/sauna, náttúruferðir og að nærast á hágæða grænkerafæði matreitt af Jónu Maríu.
Yfir helgina verður áhersla á að tengingu við sjálfið, hvað það er að vera með opið hjarta, hvernig við höldum því opnu, hvernig við mætum okkur og tilfinningum til að róta okkur dýpra í eigin sannleika og kjarna.
STAÐSETNING
Einstök dvöl við Kirkjufell á Grundarfirði. Hér erum við umvafin náttúruöflunum í fallegu sveitasetri á Fellsenda. Þessi staður hefur einstakan sjarma og töfra við guðdómlegan fossadal og beint fyrir framan Kirkjufell. Hér eru endalaus ævintýr og náttúra sem heldur utan um okkur og við munum leika við og speigla okkur í.
Aðgengi er að heitum potti, saunu og kaldri á.
Verð 85.000 kr. á mann
**20.000 kr. staðfestingargjald við skráningu
Innifalið í verði er 2 nátta gisting, daglegar athafnir með ceremonial grade cacao og jurtate, vinnustofur um hjartað, innsæi og orkunæmni, hreint og líffrænt fæði frá eldað af Jónu Maríu, náttúruferðir og aðgengi að heitum pott, saunu og kaldri á.
Aðeins í boði 8 pláss á þessa vetrarsælu.
** skráning lokar miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12

STAÐARHALDARAR
Heiðrún María
Hjartahvíslir, Jógína og cacao plöntu leiðsögumaður.
Leit mín að sjálfri mér hófst snemma, ég upplifði mig sem ofurnæma tilfinningaveru sem barn og kunni ekki að finna og vinna með alla þessa dýpt sem ég hafði. Þessi mikla næmni skapaði ýmsa kvilla innra með mér líkamlega og andlega sem ég hef heilað og fundið jafnvægi frá (astmi, þunglyndi, kvíði, blóð sjúkdóm og magavandamál).
Um 17 ára kom jóga í líf mitt og þaðan byrjaði dýpri sjálfsvinna og tenging.
Ég hef ferðast heiminn til að læra með ýmsum kennurum og meisturum um jóga (400 klst. YTT vinyasa og yin yoga), qi gong, orku heilun (empath training, emotion code), heilög plöntu meðal(ceremonial grade cacao), tónheilun og öndun(Metatronic Breathwork). Eins og stendur er ég að klára EmotionCode heilunarmeðferð.
Mest hef ég lært frá náttúrunni, ég dvel mestum stundum þar og hef fundið mína dýpstu heilun með því að tengjast móður náttúru og skaparanum.
Í dag sérhæfi ég mig í hjartatengingu og endurvakningu á lífskraftinum. Að leiðbeina öðrum að vinna með tilfinningarnar sínar, koma frá takmarkandi hugsunarhætti og hegðun til að vakna fyrir eigin sannri náttúru.
Ég hef verið að kenna og halda ýmisa viðburði, námskeið og retreat síðan árið 2018. Ég vinn með cacao, öndun, hugleiðslu, jóga, náttúruöflin, orkuvinnu og tónheilun.
JÓNA MARÍA
Grænkera kokkur, álfadís og plöntu kennari
Jóna María mun sjá um að næra okkur yfir helgina með sinni einstöku natni og sköpunargleði í eldhúsinu. Hreinn og lifandi matur sem styðjur við okkar innra ferðalagi yfir helgina.
Jóna María var áður fyrr með hönnunarmerkið JónaMaría þar sem hún hannaði og framleiddi kvenfatnað í um 8 ár. Árið 2020 tók hún þá ákvörðun að loka þeim kafla og einbeita sér að öðru verkefnum. Síðan þá hefur hún kafað djúpt í innri heilun og vinnur í dag náið með heilunarmátt plantanna og tóna.