Hvað gerist ef þú tileinkar þér að lifa með opið og mjúkt hjarta?

Þegar þú gefur þér vikulegar stundir til að dvelja dýpra með sjálfum þér í hjartahlýju umhverfi og samfélagi?

Velkomin með í 90 daga könnunarleiðangur dýpra inn í hjartað undir leiðsögn Heiðrúnar Maríu.

Vikulegar stundir þar sem við vinnum við með ceremonial grade cacao sem er mjúkur plöntukennari sem hjálpar okkur að opna hjartað, opna skynjunina okkar og hlustun. Iðkum djúpar hugleiðslur, mjúkar öndunaræfingar og umræður í takt við fókus vikunnar.

Þetta er öruggt rými fyrir þig að rækta þín innri tengsl og finna hvað það þýðir fyrir þig að lifa með opið hjartað, hvað veldur því að við lokum og hvernig við getum valið að lifa opin og elskandi.

Yfir þetta námskeið færð þú tækifæri, tól og leiðsögn sem styðum við þig í að finna öryggi og traust fyrir því að lifa frá hjartanu og fylgja innsæinu. Mikilvægan tíma til að staldra við, leyfa þér að sjá og finna dýpra hver þú ert bakvið hlutverkin og byrja að velja sjálfan þig.

Hefst mánudaginn 6. október 2025
og endar mánudaginn 22. desember

Fyrsti tími verður opinn fyrir alla að koma og finna ef þetta passar þér

MEIRA UM NÁMSKEIÐIÐ

Við lifum á tímum umbreytinga þar sem við erum að læra að finna jafnvægi á milli huga og hjarta - að læra hvað það er að lifa í hjartanu og fylgja hjartanu. Að lifa frjáls frá skoðunum annarra, samanburði og velkomna visku hjartans.

Þetta námskeið er framhald frá fyrri námskeiðum Heiðrúnar - HJARTAÐ og Kvennakakó - og er opið öllum. Hvort sem þú hafir komið á fyrri námskeið eða ert á byrja á dýpri sjálfsskoðun.

Heiðrún María hefur leitt regluleg námskeið, viðburði og seremóníur síðan 2018 af einstakri næmni og færni með áherslu á að koma heim í hjartað. Yfir þessa þrjá mánuði munum við læra meira um innri veruna, hver við erum á bakvið hlutverkin og hugann, skilja okkur dýpra sem orkuverur, stíga sterkar í eigin náttúru, dýpka innsæið, rækta sjálfsöryggi og sjálfstraust. Lærum að hlusta á hjartað, lífsorkuna, hvernig tilfinningar og hugsanir geta hamlað og hjálpað okkur. 

Hér á þessum námskeiði fléttar hún saman forna visku frá Kogi ættbálkum í Kólumbíu um náttúruna og lífskraftinn, mayan visku um krafta cacao plöntunnar og hjartans, jógískum fræðum, orku hugleiðslur og helgar athafnir.


Hjartað okkar er miklu meira en vöðvi og líffæri - Hjartað er brúin á milli vídda, inní sjálfið, á milli hvort annars. Að hafa opið hjarta eykur skynjun og nánd við lífið, sjálfið og hvert annað. Á þessu námskeiði vinnum við með ceremonial grade cacao til að dýpka hlustun á hjartað.

UPPSETNING

Hve stund hefst á cacao seremóníu sem býður okkur í dýpri innri hlustun. Hver stund er tileinkuð ákveðnu efni. Yfir hvern mánuð færð þú verkefni og tillögur sem styðja við hjartaopnun í hversdagsleikanum. 

Ásetningurinn er einnig að hvetja ykkur til heimaiðkunar og finna ykkar leið til að staldra við í amstri dagsins í gegnum hugleiðslur, öndun, cacao stund eða núvitund. Þú færð uppteknar hugleiðslur, cacao bolla gerð PDF skjal og einfaldar öndunaræfingar á námskeiðinu til að prófa þig áfram með.

Þetta 3 mánaðar námskeið býður uppá tækifæri til þess að styðja við þig í að stíga sterkar í þig, hver þú ert í hjartanu þínu, finna stuðning og samfélag í gegnum meiri opnun og líkömnun á hjartanu þínu. 

Í hverjum mánuði njótum við góðs af því að fá gestakennara inn í námskeiðið auk þess fáið þið upptekna hugleiðslu til að iðka heima.

ÞAÐ SEM VIÐ SNERTUM Á

  • Rótin - innra öryggi, innra barnið, hvaðan við komum og hvað mótar okkur

  • Sköpunarorkan - dansinn á milli hins kvenlega og karlega, flæði, forvitni, leikgleði, tilfinningar

  • Lífskrafturinn - viljinn, innri neistinn, að halda eldinum lifandi, samfélag, 

  • Máttur Hjartans - einlægni, hreinskilni, sannleikur

  • Röddin - tjáning, álög orða, möntrur, söngur 

  • Innsæið - innri viska, innsýnin

  • Orka, orkunæmni og skynjun - hver erum við sem orkuverur, mátturinn í næmninni, tenging við alheimsvitund og leiðbeinendur 


“Opnaði augun fyrir því hversu mögnuð ég er í raun og veru og að maður þarf að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig”

Umsögn frá fyrra námskeiði

Magnaður plöntu kennari sem hjálpar okkur að opna hjartað og líkamna hjartaorkuna. Heiðrún María hefur sérhæft sig í að vinna með þessari plöntu og leitt ýmis námskeið, viðburði og athafnir með cacao síðustu 6 ár.

Kallaður drykkur guðanna í Mayan ættbálkum suður Ameríku. Þessi drykkur er jafnframt stútfullur af andoxunarefnum, steinefnum, vítamínum og er talinn magnesíum ríkasta planta jarðarinnar. Það hefur bæði slakandi áhrif á hug og hjarta og hjálpar þannig að fara í hugleiðsluástand til að fara dýpra inn á við í hvíld, mýkt, kyrrð og hlustun. Þú getur lesið meira um cacao HÉR .

Vinnum með ceremonial cacao í hverjum tíma, einnig í boði íslenskt jurtate. 

CEREMONIAL GRADE CACAO

“Þetta námskeið er enn að ná til mín, því þetta voru ekki bara upplýsingar heldur vann það á breytingum innra með manni. Kennarinn fróðlegur enn um leið sönn i því sem hún gerir. Æfingarnar höfðu djúp og góð áhrif og er ómetanlegt að hafa þær á upptöku áfram. Ég hef farið á mörg námskeið sem margt gleymist eftir á enn mér þykir eins og einhver breyting hafi náðst eða a.m.k vöxtur sem var mjög áhugaverður, frelsandi og góður.”

Ollý Aðalgeirs, frá Kvennakakó netnámskeiði

Praktísk
atriði

Verð er 30.000 kr. á mánuði 
eða 90.000 kr. í eingreiðslu

INNIFALIÐ

  • 2,5 klst. vikulegar stundir

  • Cacao seremónía, djúp hugleiðsla, mjúkar öndunaræfingar og umræða

  • Ceremonial cacao í hverjum tíma og íslenskt jurtate

  • Uppteknar hugleiðslur í hverjum mánuði

  • Heima verkefni og æfingar í takt við vikurnar

  • Tól, æfingar og innsýn á sjálfum þér sem þú býrð af alla ævi

  • Hvatningu fyrir heimaiðkun

  • Gestakennari í hverjum mánuði

  • Lokafögnuður

  • Mánudagskvöldum kl. 19 - 21:30

  • Hefst mánudaginn 6. Október

  • Fyrsta stundinn er opin öllum til að finna hvort þetta sé fyrir þig - verð fyrir fyrstu stund aðeins 5.000 kr.

  • Lokastund er mánudaginn 22. Desember

“Þetta er svo mikið meira en námskeið, þetta er yndisleg kvöldstund þar sem ég fékk tækifæri til að kynnast mínu innra sjálfi. Heiðrúnu hefur tekist með hugljúfum hætti að skapa rými þar sem allt tilfinningarófið fær að njóta sín og minn innri styrkur fékk byr undir báða vængi. Ég get ekki þakkað Heiðrúnu nægilega mikið fyrir þessa vegferð, hlakka til að koma á næsta námskeið.”

Umsögn frá fyrru námskeiði

Heiðrún María

PLÖNTUKENNARI, JÓGI, NÁTTÚRUBARN, ORKUHEILARI

Leit mín að sjálfri mér hófst snemma, ég upplifði mig sem ofurnæma tilfinningaveru sem barn, kunni ekki að finna og vinna með alla þessa dýpt af tilfinningum og skynjun. Þessi mikla næmni skapaði ýmsa kvilla innra með mér líkamlega og andlega sem ég hef heilað og fundið jafnvægi frá (astmi, þunglyndi, kvíði, blóð sjúkdóm og magavandamál). 

Um 17 ára kom jóga í líf mitt og þaðan byrjaði dýpri sjálfsvinna og tenging við líkamann. 

Ég hef ferðast heiminn til að læra með ýmsum kennurum og meisturum um jóga (400 klst. YTT vinyasa og yin yoga), qi gong, orku heilun (empath training, emotion code, body code), heilög plöntu meðal(ceremonial grade cacao), tónheilun og öndun(Metatronic Breathwork). 

Mest hef ég lært frá náttúrunni, ég dvel mestum stundum þar og hef fundið mína dýpstu heilun með því að tengjast móður náttúru og skaparanum. 

Í dag sérhæfi ég mig í hjartatengingu og endurvakningu á lífskraftinum. Að leiðbeina öðrum að vinna með tilfinningarnar sínar, koma frá takmarkandi hugsunarhætti og hegðun til að vakna fyrir eigin sannri náttúru.

Ég hef verið að kenna og halda ýmisa viðburði, námskeið og retreat síðan árið 2018. Ég vinn með cacao, öndun, hugleiðslu, jóga, náttúruöflin, orkuvinnu og tónheilun. 

Spurningar?

Ekki hika við að hafa samband við mig ef þú hefur spurningar og pælingar áður en þú skráir þig.