Lífskraftur og Hjartatenging

Þér er boðið í endurræsandi og nærandi helgi með Heiðrúnu Maríu og Mörtu Dröfn á Stykkishólmi.

Boðið verður uppá einstaka viðburði sem bæði er hægt að koma á eitt og sér eða á alla helgina.

Í fallegu og einstöku rými Vatnasafnsins umvafin vatnssúlum frá jöklum Íslands við hafið.

FÖSTUDAGURINN 4. NÓVEMBER


með Heiðrúnu Maríu

Föstudagskvöld 4. nóvember
kl. 19:30 - 22:00

Kyrrðarkvöld

Við opnum helgina með notalegri og nærandi kvöldstund með hjartaopnandi kakó athöfn, djúpum yin jóga stöðum og tón heilunar ferðalagi.

Saman vinnur þessi öfluga þrenna djúpt á líkamanum, huga og anda svo þú njótir djúprar hvíldar, opnun líkamans og innri orku hreinsun & næringu.

𝐊 𝐀 𝐊 𝐎́, 𝐘 𝐈 𝐍 & 𝐓 𝐎́ 𝐍 𝐀 𝐑 

Hreint seremoníal kakó frá regnskógum Guatemala er kallaður drykkur guðanna í Mayan ættbálkum suður Ameríku. Þessi drykkur er jafnframt stútfullur af andoxunarefnum, steinefnum, vítamínum og er talinn magnesíum ríkasta planta jarðarinnar. Það hefur bæði slakandi áhrif á hug og hjarta og hjálpar þannig að fara í hugleiðsluástand til að fara dýpra inná við í hvíld, mýkt og kyrrð.

Í Yin Yoga vinnum við með bandvef, liðamót og vöðvafestingar í gegnum kjurrar stöður með hjálp púða, kubba og tíma. Þegar við opnum líkamann á þennan hátt komum við af stað flæði bæði líkamlega og orkulega í líkamanum. 

Tónheilun endurnærir taugakerfið og orkuflæði líkama og hugar. Það hjálpar okkur að hreinsa undirvitundina og losa um stíflur innra með okkur og opna fyrir innri kyrrð. Hér hvílum við ennþá dýpra og tökum á móti tíðni tónana og söng.

Það sem þú getur búist við að upplifa í þessari stund:

♥︎ Fundið djúpa ró og kyrrð

♥︎ Úrvinnslu og tilfinningalosun

♥︎ Djúp opnun líkamlega og andlega í gegnum yin jóga stöðurnar

♥︎ Nærandi hvíld

Tarot lestur og Spá með Mörtu Dröfn

Föstudagskvöld í Sjávarborg kl. 18 - 22

15 min lestur & spá 3.500 kr.
30 min lestur & spá 7.000 kr.

Hægt að bóka HÉR

LAUGARDAGURINN 5. NÓVEMBER


MorgunJóga með Heiðrúnu Maríu Kl. 10:00 - 11:00

Mjúkur og hressandi jógatími til að opna líkamann, fá orkuflæði af stað í gegnum hreyfingu, öndun, hugleiðslu og slökun.

Þessi tími er opinn og aðgengilegur öllum, byrjendum og vönum.

Verð fyrir stakan tíma 2.500 kr.


LÍFSKRAFTUR HJARTANS

Kakó & Kundalini Activation kl. 13:00 - 16:30

Þú getur búist við því að upplifa :

  • Djúpa tilfinningalosun

  • Fundið innblástur og dýpra innsæi

  • Svör við spurningum og vangaveltum lífsins

  • Meiri orku

  • Dýpri svefn

  • Innri ró og frið

  • Meira jafnvægi og situr betur í þér

  • Losað innri stíflur fyrir lífsorkuna að streyma óhindrandi inn í þitt náttúrulega flæði

Endurræsandi stund fyrir líkama og sál.

Í þessari athöfn munum við sameina krafta og töfra cacao og kundalini activation.

Umbreytandi upplifun sem skapar rými fyrir þig til að endurræsa lífskraft hjartans.

Í lok upplifunarinnar verður unnið með tóna og hljóðheilun fyrir djúpa hvíld og endurnæringu.

K U N D A L I N I A C T I V A T I O N

Kundalini-orkan er grunn uppspretta allra lífsorku og í tímum er unnið að því að koma jafvægi á orkuflæðið í líkamanum.

Kundalini activation fer þannig fram að þú liggur á Jógadýnu og færð snertingar á ákveðna punkta á líkamanum eins og höfuð, enni, bringu, fætur og lófa, þannig flæðir orkan þar sem hún vill flæða.

Það er einstaklingsbundið hvað hver upplifir á hverri stundu og munu áhrif tímans fylgja þér áfram næstu daga. Algengir ávinningar eru betri svefn, betri tenging við innsæið, meiri gleði, jafnvægi, vellíðan og ánægjulegri samskipti.

C A C A O A T H Ö F N

Í upphafi stundarinnar ert þú leidd/ur inná við nær hjartanu þínu að hlusta á innri röddina og innsæi.

Cacao hefur þann eiginleika að koma okkur í tæra tenginu við hjartað og hefur verið notað sem hjartaopnandi jurtameðal í mið Ameríku í yfir 5.200 ár

Opna þig og verða móttækileg/ur fyrir lífsorkunni að vakna fyrir Kundalini Activation.

SUNNUDAGURINN 6. NÓVEMBER


Tenging &
Innri Úrvinnsla

með Heiðrúnu Maríu og Mörtu Dröfn
Kl. 11:00 - 13:30

Í þessari stund gefur við okkur rými fyrir tengingu við sjálfið, aðra og jörðina í gegnum öndun, te eða cacao, tengingar æfingar, hvíld og tónheilun.

Þessi stund er hönnuð með það í huga að skapa nærandi rými fyrir þig að vera séð/ur og heyrð/ur, að finna fyrir þér og úrvinnslu á upplifunum og losunun helgarinnar.

Er kominn tími á að gefa þér rými og tíma að rækta tenginguna innra með þér?

Þessi helgi er fyrir alla sem finna kallið að opna hjartað og virkja lífsorkuna í gegnum öflugar og nærandi stundir saman.

Helgin er hönnuð sem heild og hvetjum þig til að grípa tækifærið og velja þig og þína andlegu og líkamlegu vellíðan.

Öll helgin saman á aðeins 28.500 kr.

Hvað er innifalið í þessari helgi?

INNANBÆJAR RETREAT

  • 2,5 kist. af dekri fyrir líkama og anda.

    Kl. 19:30 - 22:00

    Innifalið Ceremonial Cacao, yin jóga leiðsla og tónheilunar ferðalag.

    Allt á staðnum, eina sem þú gerir er að koma með þig.

    Very 6.000 kr.

  • Laugardaginn 5. nóv kl. 10 - 11

    Mjúkt og hressandi jógaflæði, öndun og slökun.

    Verð fyrir stakan tíma 2.500 kr.

  • 4 klst.

    Kl. 13:00 - 17:00

    Endurræsandi og nærandi stund fyrir líkama, orku og anda með Heiðrúnu og Mörtu.

    Cacao Athöfn að leiða þig dýpra að hjartanu.

    Kundalini Activation fyrir lífsorkuna að komast í jafnvægi og flæði.

    Tónheilun og söngur sem nærir taugakerfið og leiðir þig í djúpslökun.

    Verð fyrir staka stund 15.900 kr.

  • 2,5 klst.

    kl. 11:00 - 13:30

    Lokastund helgarinnar fyrir þig að tengjast dýpra sjálfum þér, upplifun helgarinnar og öðrum.

    Ceremonial Cacao eða Te
    Öndunar æfingar & mjúk hreyfing

    Jarðtenging
    Nærandi hvíld og samtal

    *Þessi stund er hönnuð með það í huga fyrir þá sem munu sækja alla helgina, Kyrrðarkvöldið eða Lífskraft hjartans til að næra þig dýpra og úrvinnslu helgarinnar.

    Verð fyrir stakan viðburð 4.500 kr.


Það eina sem þú þarft að gera er að mæta með þig og gefa þér þennan tíma.

Allt verður á staðnum fyrir þig og við þér til halds og stuðnings yfir helgina.

Það sem þú hefur möguleika á að taka með þér frá þessari helgi er :

  • Aukin orka og athygli

  • Tilfinningalosun og úrvinnsla

  • Dýpri svefn og hvíld

  • Líkamlega vellíðun, losun verkja

  • Innri svör um spurningum og vangaveltum lífsins

  • Að finna hjartaopnun, meiri kærleik og þakklæti gagnvart sjálfum þér og öðrum

  • Innri friður og ró

SKRÁNING

Á LÍFSKRAFT HJARTANS
4. - 6. nóvember

STAÐARHALDARAR

Við erum hér fyrir ykkur að endurvekja lífskraftinn ykkar og hjartatengingu yfir þessa öflugu og einstöku helgi í Stykkishólmi.

  • Cacao plöntu leiðsagnamaður, jógína & tónfreyja

    Heiðrún María frá ungum aldri hefur haft mikinn áhuga á líkamlegri og andlegri vellíðan og heilsu. Í dag sérhæfir hún sig í endurtengsl við sjálfið í gegnum brú hjartans með tifandi & lifandi nærveru sinni, náttúrutengingu, tónheilun, cacao athöfnum, MBM öndunartækni og jóga.

    Hún hefur hún ýmsa reynslu og þekkingu í staðarhald síðustu 4 ár. Í dag heldur hún ýmis rými til að mynda cacao athafnir & námskeið, öndunarnámskeið, hópefli, einskastundir og náttúru retreat.

    Heiðrún María hefur einstaka næmni og líkamnar hvað það er að vera frjáls í sjálfum sér í sannleika og samhljóm. Hún brennur fyrir því að leiðbeina öðrum heim í hjartað að endurheimta náttúrulegu gjafir og að líkamna sitt sannasta sjálf.


  • Miðlun, Spá og Kundalini Activation

    Marta Dröfn vann sem kvikmynda förðunarmeistari í 13 ár áður en hún byrjaði andlegt ferðalag 2017. Hefur verið næm allt sitt líf, elskar yoga, sjósund, öndun, hugleiðslu og er mikið náttúrubarn.

    Það sem hún upplifði þegar kundalini orkan kom inn í líf hennar var að hún hjálpaði að losa um erfiðar og þungar tilfinningar og fann hvernig kærleikurinn tók yfir.

    Það hefur orðið algjör umbreyting síðustu árum þökk sé kundalini, kvíðinn fór og er komin í innsta kjarnann sinn. Orðin jarðtengd og líf hennar hefur breyst til hins betra og verður bara betra og betra!

    Nú er hjartað hennar fullt af ást og kærleika og finnur að þessi tilvera er komin til að vera.

Öll helgin fer fram í

Vatnasafninu í Stykkishólmi

Yfir helgina verðum við umkringd 24 glersúl­ur með vatni úr jafn­mörg­um jökl­um lands­ins.