Cacao athöfn, yin jóga og tónheilun
Velkomin/nn í mýktina og kyrrðina handan hugans
- Mánudaginn 28. ágúst kl. 20:00 til 22:15 -
Bóka pláss neðst á síðu
“Ég má til með að þakka fyrir okkur mæðgur! Við vorum algjörlega “blown away” og munum koma aftur við fyrsta tækifæri🙏🏼 Þú ert algjörlega magnaður leiðbeinandi með svo fallega og góða orku! ❤️”
Stöldrum við og finnum innri frið.
Kyrrðarkvöldi er sannkallað dekur fyrir líkama, huga og sál handleitt af einstakri næmni Heiðrúnu Maríu jógakennara og plöntukennara.
Einstakur viðburður sem hefur verið haldinn reglulega með glæsibrag síðastliðin 3 ár með Heiðrúnu.
Þessi kvöldstund mun samanstanda af hjartaopnandi kakó athöfn, djúpum yin jóga stöðum og tónheilunar ferðalagi.
Saman vinnur þessi öfluga þrenna djúpt á líkamanum, huga og anda svo þú finnir innri kyrrð, njótir djúprar hvíldar, opnun líkamans, hugans og andans.
Það sem þú hefur kost á að upplifa í þessari stund:
Finna djúpa ró og kyrrð innra með
Líkamlega og andlega opnun
Fundið skýrleika og stefnu
Úrvinnsla tilfinninga
Nærandi og djúp hvíld
Ræktað djúpan kærleik, þakklæti og ást til þín og náungans
Cacao , Yin jóga & Tónheilun
Hreint seremonial CACAO frá regnskógum Guatemala er kallaður drykkur guðanna í Mayan ættbálkum suður Ameríku. Þessi drykkur er jafnframt stútfullur af andoxunarefnum, steinefnum, vítamínum og er talinn magnesíum ríkasta planta jarðarinnar. Það hefur bæði slakandi áhrif á hug og hjarta og hjálpar þannig að fara í hugleiðsluástand til að fara dýpra inná við í hvíld, mýkt, kyrrð og hlustun. Lestu meira um Cacao HÉR.
Í YIN JÓGA vinnum við með bandvef, liðamót og vöðvafestingar í gegnum kjurrar stöður með hjálp púða, kubba og tíma. Þegar við opnum líkamann á þennan hátt komum við af stað flæði bæði líkamlega og orkulega í líkamanum.
TÓNHEILUN endurnærir taugakerfið og orkuflæði líkama og hugar. Það hjálpar okkur að hreinsa undirvitundina og losa um stíflur innra með okkur og opna fyrir innri kyrrð. Hér hvílum við ennþá dýpra og tökum á móti tíðni tónanna.
- P r a k t í s k u A t r i ð i n -
Mánudaginn 28. ágúst
Hús opnar 19:45 og byrjum stundvíslega kl 20:00, hurð er lokuð þegar við byrjum.
Kakó bolli innifalinn, jóga dýnur, kubbar og allt sem þú þarft
Verð 5.900 kr.
Staðsetning tilkynnt síðar
Hvað þarftu meðferðis eða að vita fyrir stundina:
Mæta á léttum maga (helst að borða ekki 2 klst fyrir)
Þægilegum, mjúkum og teygjanlegum fatnaði
Hafa meðferðis vatnsflösku & bolla undir kakóið
Ef þú ert með hjartasjúkdóm, á þunglyndis- eða kvíðalyfjum eða með líkamleg meiðsl að láta Heiðrúnu vita fyrir stundina
SKRÁNING HÉR
Tryggðu þér pláss með því að fylla út formið hér að neðan og ég verð í sambandi við þig