Allir hafa innsæi.
Lærðu að hlusta á þitt.
“The intuitive mind is a sacred gift and the rational mind is a faithful servant. We have created society that honors the servant and has forgotten the gift”
Ert þú tilbúin/nn að taka innsæinu þínu alvarlega?
Langar þig að læra að fylgja þinni einstöku rödd/innsæi, í stað þess að lifa eftir skoðunum annara?
Eru draumarnir þínir að kalla á þig?
Þú getur úthugsað og planað lífið eins og þú vilt, en eitt er fyrir víst.. að lífið er óvissu ævintýri sem er ófyrirsjánlegt.
Hugurinn er merkilegt og mikilvægt tól. En Innsæið er öflugra!
Í sannleika sagt getur hugurinn verið takmarkandi. Ef við lifum lífinu aðallega útfrá praktík og gömlum vana er gott að spyrja sig hvort það er raunverulega að leiða okkur.
ÖLL höfum við innsæi, og hafa merkilegir menn og konur frá upphafi tímans talað um mikilvægi þess.
Að opna hjartað og byggja upp sambandið við innsæið er vanmetið. Innsæið okkar er mikilvæg og öflug vitund sem færir okkur í frelsi.
Innsæið er ALLTAF að leiða þig að þínum draumum og að því sem þú ert hönnuð/hannaður fyrir.
Við erum öll einstök og göngum okkar einstaka lífsveg og það er meira en mögulegt fyrir þig að finna djúpt öryggi og traust í þinni innri rödd til að lifa í þinni eigin paradís á jörðu.
Helgina 4. & 5. mars kl. 14 - 18
Þetta er ekki hið hefðbunda námskeið.
Ég hef ekki svörin fyrir þig hvernig ÞÚ hlustar á innsæið þitt.
Þú hefur þau.
Það sem ég hef er reynsla, tól, æfingar og athafnir fyrir þig að tengjast innsæinu þínu.
Á þessu námskeiði leggjum við áherslu að þú FINNIR hvernig innsæið þitt á í samskiptum við þig, hvernig það hefur átt samskipti við þig áður og hvernig ÞÚ ræktar þitt eigið samband við innsæið.
Þessi helgi er sambland af samtölum, stórum spurningum, djúpum hugleiðslum, athöfnum og æfingum þar sem við virkjum og opnum tenginguna okkar við innsæið og lærum hvernig þú fylgir því.
Það er engin ein leið fyrir alla.
Og til þess er innsæið, að leiða þig ÞÍNA leið.
Ég týndi mínu innsæi í mörg ár. Síðustu 5 árin hef ég tileinkað mér aðferðir og hlustun á MIG til að rækta það og fylgja því eftir. Eftir að ég hætti að elta aðra og fylgja minni innri leiðsögn tók lífið að stökkbreytast, á hátt sem ég hefði aldrei dottið í hug. Í dag finn ég gífurlegt þakklæti fyrir þann stað sem ég er á í sjálfri mér fyrst og fremst og finn það tímabært að deila þessari kennslu og visku áfram.
Ástríðan mín er hjartað og innsæið. Ég verð eilífur nemandi í að læra meira um það og hversu öflugt það er.
Ég hef leiðbeint fjölda fólks að koma nær hjartanu og innsæi. Ég er hér fyrir þig, tilbúin að virkja þig í að fara eftir þínu.
Vertu tilbúin/nn að takast á við breytingar, að finna öruggi í ákvörðunum og styrk í því að velja það sem er þér fyrir bestu.
Finna dýpri staðfestu og tilgang í þínu lífi, innsæið er alltaf til staðar fyrir þig.
“The more you trust your intuition, the more empowered you become, the stronger you become, and the happier you become.”

C E R E M O N I A L C A C A O
Við munum sitja í athöfnum með fallegri og öflugri plöntu, ceremonial cacao frá Guatemala, til að aðstoða okkur að finna dýpri tengingu og hlustun á hjartað. Umbreytum því sem hindrar okkur frá því að fylgja innsæinu og finnum öryggi í því að treysta innsæinu.
Cacao plantan hefur verið mér mikilvæg í að koma nær hjartanu og fylgja innsæinu á eigin ferðlagi og því mun hún spila stórt hlutverk þessa helgi í að opna okkur fyrir eigin innsæi.
Til að lesa meira um Cacao HÉR
Staðsetning í sveitasæli í Svövuhúsi í Heiðmörk.
Verð fyrir námskeiðið 18.900 kr.
Tímasetning : helgin 4. og 5. mars kl. 14.00 - 18:00
*Staðfestingargjald 5.000 kr. við skráningu
Praktísk atriði
““Trust your intuition and be guided by love.” ”
Ertu tilbúin að rækta dýpra samband við sjálfa/n þig?
INNIFALIÐ
Cacao og te báða dagana
8 klst af kennslu, æfingum og handleiðslu Heiðrúnar
Vinnuhefti
Dýnur og púðar á staðnum
Samfélag fyrir hjartað
Létt snarl

Skref að sannri sjálfsást
Ég hvet þig til þess að taka skrefið og setja þína eigin vellíðan í forgang.
Ég óska þess af einlægni að þetta námskeið komist til þeirra sem eru tilbúnar/tilbúnir velja sig og vaxa með frelsinu sem það fylgir að fylgja innsæinu og hjartanu.
Það verður mér sönn ánægja að deila því sem hefur umbreytt mér í að mæta sjálfri mér með dýpri ást og sætti sem hefur gárast út í allt lífið.
SKRÁNING HÉR
Vinsamlegast staðfestu skráningu með millifærslu á
reikn. 0511-14-016363
kt. 120393-2949
5.000 kr. staðfestingargjald