ÆVINTÝRA HJARTAÐ eru dagsferðir með áherslu á tengingu og hjartaopnun í náttúrunni.
**ENGLISH BELOW**
ÆVINTÝRA DAGAR FRAMUNDAN
ÓVISSU ÆVINTÝRI Á ÞINGVÖLLUM - laugardaginn 16. ágúst kl. 13 - seint
ÆVINTÝRI Í HVALFIRÐI - laugardaginn 6. September kl. 13 - seint
Langar þig að tengjast náttúrunni dýpra?
Eiga ævintýralegan dag að endurhlaða þig og næra þig í náttúrunni?
Dvelja í tímaleysi og opna hjartað dýpra?
Við byrjum ævintýrið að koma dýpra í hjartað okkur í cacao seremoníu, leidda hugleiðslu og öndun í náttúrunni.
Seremonía er heilagt rými þar sem við stöldrum við í innri hlustun, þakkargjörð og tengingu við okkur sjálf og náttúruna. Með hjartað opið höldum við í enn meira ævintýri með landinu í léttar göngur, fossaböð á leyndum stöðum, eldathafnir og mysteríur.
Náttúran er okkar tærasti kennari og spegill. Í þessum ævintýrum ætlum við að opna á tenginguna okkar við náttúruna dýpra í tímaleysi og núveru.
Mig langar að bjóða þér að stíga inní undraheim saman
Hér er tækifæri til að dýpka sambandið þitt við íslensku náttúruna og eiga nærandi dag að dvelja djúpt í hjartanu í tímaleysi og tengingu.
Komdu út að leika og gefðu innra barninu pláss til að príla, busla, hvílast, nærast og leika!
Í örvandi og hröðu samfélagi er nauðsynlegt að staldra við og róta sig dýpra í eigin sönnu náttúru. Allt í náttúrunni leitar í jafnvægi og samhljóm, þetta er náttúru lögmál. Þegar við förum frá okkar náttúrulega takti getum við upplifað ýmsa kvilla líkamlega og andlega. Þegar við förum útí náttúruna í vitund samstillum við okkur við hinn náttúrulega takt og flæði sem nærir okkur líkamlega og andlega. Að opna fyrir eigin innri náttúruafli nærir taugakerfið, styrkir ónæmiskerfið, dýpkra tenginguna okkar, gefur okkur innsýn við innri vangaveltum og eykur almenna vellíðan.
Yfir þennan dag færð þú tækifæri til að opna þig, muna hver þú ert og hvað í þér býr. Náttúran á Íslandi er mögnuð og einstök og það þarf ekki að leita langt til að nærast djúpt með henni.
Áfangastaðurinn er heim í hjartað
Í cacao athöfninni og hugleiðslunni í upphafi dags setjum við tónin fyrir ævintýrið framundan.
Setjumst saman í mjúkri laut með hlýjum ceremonial cacao bolla sem býður okkur að bráðna dýpra í hjartað. Cacao plantan hefur sérstakan eiginleika að milda og mýkja okkur, hún bræðir burtu innri veggi hjartans og getur gefið okkur styrk í að stíga í hjartað og djúpa innri hlustun. Þessi ofurfæða gefur okkur orku og næringu fyrir ævintýri dagsins.
Cacao theobroma er hjartameðal. Hún örvar hjartað og æðakerfið og kemur meira flæði af stað í líkama og anda. Hún hefur komið sterkt inn í vestrænan heim síðasta áratug að minna okkur á hjartatenginguna. Heimurinn er að breytast og núna er tíminn til að stíga í hugrekkið og lifa með opið hjartað.
FYRIRKOMULAG
ÆVINTÝRI
LAUGARDAGINN 16. ÁGÚST Kl. 13 - SEINT
Hittumst við borgarmörk kl. 13 og sameinumst í bíla
CACAO ATHÖFN Í LEYNDRI LAUT
Setjum tóninn fyrir daginn í cacao seremoníu, öndun og hugleiðslu útí í náttúrunni.
NÁTTÚRAN OG TÍMALEYSI
Að lokinni athöfn höldum við af stað í meira ævintýri.
Leikum við landið og finnum það leiða okkur áfram, dveljum í tímaleysinu og mysteríunni.
Böðum okkur í vatninu, bráðnum í mossann og syngjum með fuglunum.
Týnum jurtir í te og njótum samveru
Endum daginn við eldinn og tökum inn daginn saman með súpu og salati
Verð fyrir ÆVINTÝRA DAGINN er 10.000 til 13.000 kr.
Þetta þýðir einfaldlega það að þú ræður hvað þú greiðir á þessum skala
Inní þessu er :
Heilsdags ævintýri
Leiðsögn að tengingu við náttúruna og hjartað
Hjartaopnandi Cacao Seremonía,
Létt snarl
Kvöldverður við eldinn
Gott að hafa með sér :
Lítið handklæði & sundföt
Bolli undir cacao
Hitabrúsi með heitu vatni
Fatnað í takt við veður
Nesti til að njóta yfir daginn
CEREMONIAL CACAO
Er mögnuð planta sem aðstoðar okkur að koma í tæra tengingu og hlustun á hjartað.
Hvort sem þú þekkir cacao eða ekki er þetta einstakt tækifæri til að kynnast Cacao enn betur og hvernig þú getur unnið með þeirri plöntu á þínu ferðalagi í hjartað þitt.
Ceremonial Cacao hefur verið mikilvægur kennari fyrir mig á minni leið heim í hjartað. Ég hef verið lánsöm um að fá að ferðast til Guatemala reglulega síðan 2020 að tengjast þessari plöntu dýpra og læra um hennar rætur og visku. Ég hef verið að leiða athafnir og námskeið með þessari plöntu síðan 2020.
Til að lesa meira um Cacao HÉR
“Þetta námskeið er enn að ná til mín, því þetta voru ekki bara upplýsingar heldur vann það á breytingum innra með manni. Kennarinn fróðlegur enn um leið sönn i því sem hún gerir. Æfingarnar höfðu djúp og góð áhrif og er ómetanlegt að hafa þær á upptöku áfram. Ég hef farið á mörg námskeið sem margt gleymist eftir á enn mér þykir eins og einhver breyting hafi náðst eða a.m.k vöxtur sem var mjög áhugaverður, frelsandi og góður.”
Ollý Aðalgeirs, frá Kvennakakó netnámskeiði


Þessi ævintýri eru tilvalið fyrir þig sem
Vilt dýpka samband þitt við móður náttúru
Vilt finna fyrir öryggi og trausti í villtri náttúrunni
Vilt kveikja á lífskraftinum og leikgleðinni
Vilt tengjast æðri mætti og hækka orkuna þína
Vilt tengjast cacao plöntunni dýpra og læra meira um athafnir og bænir
Vilt næra og frelsa innra barnið þitt
“Þetta er svo mikið meira en námskeið, þetta er yndisleg stund þar sem ég fékk tækifæri til að kynnast mínu innra sjálfi. Heiðrúnu hefur tekist með hugljúfum hætti að skapa rými þar sem allt tilfinningarófið fær að njóta sín og minn innri styrkur fékk byr undir báða vængi. Ég get ekki þakkað Heiðrúnu nægilega mikið fyrir þessa vegferð, hlakka til að koma á næsta námskeið.”
Umsögn frá kvennakakó námskeiði
Heiðrún María
PLÖNTUKENNARI, JÓGI, NÁTTÚRUBARN, ORKUHEILARI
Ég ólst upp sem borgarbarn, náttúran sem ég hafði aðgengi að var kópavogsdalurinn og bakgarðurinn. Ég hef alltaf heillast og dregist að náttúrulega heiminum og í dag vil ég helst vera úti alltaf.
Margir skjólstæðingar sem ég vinn með koma til að dýpka tenginguna við sjálfan sig og helst það oftast í hendur með tengingarrof við náttúruna og æðri mátt. Það að næra sambandið okkar við náttúruna hjálpar okkur að næra sambandið við okkur sjálf. Náttúran er heilandi og hefur verið minn mesti heilari og kennari. Að elska hana kennir mér að elska mig, að hlusta á náttúruna kennir mér að hlusta á mína eigin náttúru.
Sjálfsvinnan hófst snemma. Ég upplifði mig sem mikla tilfinningaveru og næm sem barn, mér fannst ég hvergi eiga heima og skildi ekkert hvað ég væri að gera hér í þessu lífi með þessa djúpu skynjun. Ég þróaði með mér ýmsa líkamlega og hugræna kvilla út frá þessari næmni sem ég kunni ekki að beisla (astmi, þunglyndi, kvíði, stanslausa höfuðverki, blóð sjúkdóm og magavandamál). Frá áratugum af sjálfsvinnu hef ég fundið mitt jafnvægi í gegnum hópopata, jóga, öndun, hugleiðslu, ceremonial cacao athafnir og orkuheilun til að nefna.
Ég hef ferðast heiminn til að læra með ýmsum kennurum og meisturum um jóga, qi gong, orku heilun (empath training, emotion code), heilög plöntu meðal (ceremonial grade cacao), tónheilun og öndun.
Síðan árið 2018 hef ég verið að kenna og halda viðburði, námskeið og náttúru retreat fyrir aðra að finna sinn farveg inn í jafnvægi og tengingu við líkama, huga og hjarta. Ég sérhæfi mig í hjartaopnun fyrst og fremst. Ég býð uppá orkuheilun, Emotion Code, og einkatíma í að opna fyrir tengingu, að læra að vinna með tilfinningarnar, efla innra barnið og vakna til lífsins.
Verð fyrir ÆVINTÝRA DAGINN er 10.000 - 13.000 kr.
TIL Í ÆVINTÝRI?
INNIFALIÐ
Heils dags ævintýri og athafnir
Cacao athöfn (leidd hugleiðsla, öndun, tónheilun, söngur..)
Leiðsögn og leiðsla inní dýpri hlustun í náttúrunni
Kvöldverður við eldinn
Söngstund og lending í lok dags
Ekki innifalið : Að koma sér á milli staða, við munum sameina okkur í bíla.
Náttúran er hér fyrir þig, heilög og hrein orkulind og kennari.
“Innsæið, tólin sem hægt er að leita til. En fyrst og fremst minna mig á vikulega að það er hægt að gjörbreyta hugsunarhættinum með því að kafa dýpra og kúpla sig út. Lærði helling um kakóið og hlakka til að leika mér meira með það. Kraftur í fallegum hópi af sterkum og einlægum konum, þvílíkt juicy empowering rými. Svo margt, gæti haldið áfram”
Umsögn frá Kvennakakó námskeiði í Sólum jógastúdíó
Spurningar fyrir skráningu?
Longing for a deeper connection with nature?
To explore nature and be curious along others curious hearts?
Are you ready to step into the magic of stillness, recharge your energy and live from your heart?
We Begin With Ceremony
The day starts with a sacred cacao ceremony and meditation in a quiet forest grove. Through breathwork and stillness, we awaken the heart and come into presence—with ourselves, with each other, and with the natural world.
From there, the adventure unfolds:
Gentle hiking through untouched landscapes
Dips in secret waterfalls
Fire rituals and forest foraging
Connection, joy, and presence
Nature as our teacher. Silence as guide.
DATES AVAILABLE
MYSTERY ADVENTURE IN ÞINGVELLI - Saturday 9. August from 13 - LATE
What to Expect
“The destination is your own heart.”
Cacao to energize the body and soften the heart
Mindful movement and nature connection
Grounding, play, singing, and ceremony
Inner child exploration and embodyment
Ending the day with a warm fire, shared tea, and community
Day Schedule – July 5 (1:00 PM – 8:00 PM)
Meet just outside Reykjavík and carpool to our secret spot
Opening cacao ceremony (meditation, breathwork, music) in nature
Explore the land, tune into nature’s rhythm
Bathe in the fresh water of Þingvallavatn
Play like a child. Sing with the birds.
Gather herbs and sip Iceland’s flora in your thermos
Close with fire and dinner
💰 Price: 10.000 - 13.000 kr. / you choose what you pay on the sliding scale
What’s Included
Guided full-day experience in pristine Icelandic nature
Heart-opening cacao ceremony
Breathwork, meditation, movement
Rituals, waterfall time, tea, fire, and food
Dinner together by the fire
🧺 What to Bring
Small backpack
Swimsuit & towel
Cup for cacao & thermos with hot water
Warm, weather-appropriate clothing
A small offering for the fire (flower, stone, crystal)
Light snack for the evening
About Heiðrún María
Plant whisperer. Yoga guide. Wild heart.
A lifelong seeker, Heiðrún turned her challenges with anxiety and health into a journey of healing. She now leads others to reconnect with their hearts and with nature through cacao, breathwork, and ceremony.
She’s studied cacao plant medicine in Guatemala since 2020 and specializes in heart-centered facilitation rooted in love, intuition, and deep presence.
Words from Past Participants
“This wasn’t just a course—it was a transformation. The exercises opened something deep in me.”
– Ollý Aðalgeirs
“This journey gave me the tools—and trust—to meet my truest self. Heiðrún guided us with so much love.”