Hjartaopnandi Cacao athöfn í Yurtinni á Hellu
föstudaginn 15. desember kl. 17 - 20
HEIM Í HJARTAÐ með Heiðrúnu Maríu á Hellu
Vertu hjartanlega velkominn í nærandi stund saman á Hellu. Yfir þennan myrkvasta tíma ársins er gott að koma saman í mildi og mýkt. Hér færð þú rými og tíma til að taka á móti og fylla þinn bolla.
Við vinnum með Ceremonial Grade Cacao í þessari athöfn.
Cacao er falleg og öflug planta sem hjálpar okkur að hlusta á hjartað, losa um innri hindranir og opna okkur fyrir dýpri tengingu. Heiðrún María hefur haldið utan um ýmis námskeið, viðburði og athafnir með cacao í yfir 4 ár. Hvernig hún vinnur með þessari plöntu er í gegnum djúpa hlustun og leiðir aðra af mikilli næmni og mýkt nær hjartanu að innri sannleika. Cacao hefur átt stóran þátt í hennar vakningu og opnun og ferðast hún árlega til Guatemala þar sem hún sækir þekkingu og tengingu við cacao og landið. LESA MEIRA UM CACAO HÉR
Þú getur búist við því að verða leidd/ur í léttar öndunnaræfingar, jarðtenginu, djúpa hjartaopnandi hugleiðslu, tónheilun og djúpslökun.
Þú þarft engra reynslu til að koma, þetta er fyrir alla sem vilja tengjast sjálfum sér og hjartanu dýpra.
Hreinsun hugans og opnun hjartans!
Stund til að staldra við og rækta tenginguna við sjálfan þig, hjartað þitt, lífið og andann.
Yfir hátið ljós og friðar ætlum við að rækta það innra með okkur í djúpri hlustun og tengingu. Nærum við okkur með hlýjum cacao bolla sem hjálpar okkur að opna hjartað og skerpa athyglinni inn á við.
Í þessum stundum setjum við athyglina inná við að hjartanu og fyllum bollann okkar af innri frið og gleði.
Innri hlustuninn er heilandi, hún hjálpar að losa um hugrænar hindranir og opnar okkur fyrir tengingu, nýjum sjónarmiðum og opnun.
Með því að opna skynjunina þína lærir þú að hlusta dýpra á þína innri rödd með stuðning frá ceremonial cacao og næmri leiðslu Heiðrúnar. Fallegt og djúpt innra ferðalagi sem kætir og endurnærir líkama, huga og sál í gegnum djúpslökun, heilandi tóna, söng og leiddri hugleiðslu.
PRAKTÍSK ATRIÐI
Athöfn hefst kl. 17, vinsamlegast mætið tímanlega. Athöfn endar kl. 20:00
Verð 6.000 kr.
Er haldin í yurt í bakgarðinum á Hólavangi 18, Mikilvægt er að skrá sig fyrirfram
Ítarlegri upplýsingar við skráningu
Mælst með að koma á léttum maga og í mjúkum og þægilegum fatnaði.
Skráning hér neðst á síðu
Það sem þú átt kost á að upplifa:
Hreinsun hugans og Hjartaopnun!
Dýpri tengingu við sjálfan þig og æðri mátt
Tilfinningalosun og jafnvægi
Innblástur og innsýn
Svör við vangaveltum lífsins
Djúp slökun og innri ró
Dýpri tengingu við innsæið
Mælst er með mæta reglulega fyrir dýpri upplifun og áhrif. Flestir finna áhrifin endast í nokkra daga eða lengur.
