HÁTÍÐ Í HJARTA
Við Heiðrún María og Salvör bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á einstaka kvöldstund, þar sem við vinkonurnar sameinum kraftan okkar mánudagskvöldið 18. desember í hjartans fögnuði og hátíðarhöldum.
Við verjum saman kvöldinu í að bræða burt spennu og streitu, vekjum andann okkar í dansi, opnum röddina og setjum tóninn fyrir þennan dimmasta tíma árs, rétt fyrir vetrarsólstöður. Þessi hjartans hátíð er sköpuð með þeim tilgangi að færa hlýju inn í bæði þann myrkasta og bjartasta tíma ársins. Við bjóðum þér þetta rými í ár til þess að setja tóninn fyrir bæði hátíðarhöldin framundan og nýja árið. Rými til þess að melta árið sem er að líða og lenda með því næsta.
Veturinn býður okkur inn, að hægja á, hlusta, hlúa að og vera með okkar innra. Við bjóðum þér því að koma eins og þú ert, njóta samverunnar og nærverunnar með þér og öðrum, varpa ljósi á það dimma og taka á móti síðustu dögum ársins með opið hjarta.
JURTASEYÐI & HUGLEIÐSLA
YIN YOGA
FRJÁLS DANS
OPNUN RADDARINNAR
DJÚPSLÖKUN OG TÓNHEILUN
PRAKTÍSK ATRIÐIN
Við byrjum kl. 18 og endum kl. 21
Staðsetning: Við verðum í fallegum sal hjá Leiðin Heim - Laugarvegur 178, Bolholt 4
Aðgangseyrir er 6.900 kr. - Greiðist með millifærslu eða seðlum
Mælum með að koma á léttum maga og þæginlegum fatnaði.
Gott að hafa vatnsbrúsa og dagbók með.
SKRÁNING NEÐST Á SÍÐU
SKRÁNING Á HÁTÍÐ Í HJARTAÐ
RÝMISHALDARAR
Um Salvöru:
Salvör Davíðsdóttir hefur iðkað og lifað eftir heimspeki yoga fræðanna í um 8 ár og unnið sem yoga þerapisti síðustu 6 árin. Ásamt því að leiða opna tíma, námskeið, viðburði og kennaranám á fleiri stöðum hefur hún lagt einstaka áherslu á að vera ávallt nemandi af og á dýnunni.
Með reglulegri iðkun og reynslu hefur skilningur hennar á yoga og tilgangi þess dýpkað, ásetningur hennar er að lifa eftir ákveðnum lífsgildum bæði á og af mottunni með því að hlúa jafnt að andlegri, líkamlegri og sálrænni heilsu. Hún heldur sínu innra og ytra ferðalagi áfram í gegnum kennslu og reynslu, ávallt með auðmýkt og opið hjarta að leiðarljósi. Salvör leggur áherslu á sjálfsþekkingu og innri hlustun í öllum sínum rýmum.
Um Heiðrúnu Maríu:
Heiðrún María sérhæfir sig í endurtengsl við sjálfið í gegnum hjartað. Frá ungum aldri leiddist hún í djúpa sjálfskoðun og fann jógafræðin um 18 ára sem hafði djúpstæð áhrif á hana. Heiðrún hefur sótt sér þekkingu og ýmis kennsluréttindi hérlendis og erlendis í jógafræðum, öndunartækni, tónheilun, emotion code heilun og ceremonial cacao facilitation með virtum kennurum. Í dag leiðir hún regulega viðburði, athafnir, námskeið og náttúru retreat með cacao athöfnum, jóga og öndunartækni, tón- og orkuheilun.
Með einstakri næmni fyrir hjartanu og tærleikanum innra með heldur hún heilandi og nærandi rými fyrir aðra. Hún líkamnar það hvað það er að lifa í hjartanu og eigin sannleika.