Orkujöfnun
THE EMOTION CODE
Tilfinningar orkujöfnun (e. Emotion Code) er heilunar meðferð sem hjálpar að losa tilfinninga farangur og spennu á einfaldan og árangursríkan hátt.
Í þessari meðferð er unnið með undirmeðvitundina og líkamssvörun (e. Muscle testing) til að greina hvaða tilfinningar sitja fastar í okkur sem geta verið rótin að ýmsu ójafnvægi í líkama, huga og sál. Farið verður yfir hvernig líkamssvörun virkar í fyrsta meðferðatímanum.
UPPLÝSINGAR
OG ALGENGAR SPURNINGAR
UNDIRMEÐVITUNDIN
Veit hvers vegna við hugsum eins og við hugsum, hegðum okkur eins og við gerum og erum eins og við erum. Í gegnum það að vinna með henni getum við farið bakvið tjöldin og hreinsað gamlar fastar tilfinningar sem valda okkur ójafnvægi í lífinu, líkama og sál.
Hún hefur aðgengi að öllum minningum okkar og minningar formæðra og -feðra okkar. Í gegnum þessa tækni getur við rekið fastar tilfinningar aftur frá okkar eigin lífsleið, frá meðgöngu í móðurkvið og erfðar tilfinningar frá formæður og -feðrum. Flestar af þessum föstu tilfinningum sem hindra okkur eru ómeðvitaðar en geta haft mikil áhrif á okkur.
HVAÐ ERU FASTAR TILFINNINGAR?
Fastar tilfinningar geta valdið t.d. tilfinningalegu ójafnvægi eða doða, líkamlegum meiðslum, kvillum og sjúkdómum, kvíða, depurð og öðrum andlegum kvillum. Þær geta myndað hjartavegg sem getur haft áhrif á sambönd okkar, velgengni í lífinu og einmanaleika.
Í gegnum Tilfinninga orkujöfnun (e. Emotion Code) hreinsa ég þær föstu tilfinningar sem undirmeðvitundin leiðir okkar að og geta verið valdar að ójafnvæginu sem skjólstæðingurinn vill vinna með.
Fastar tilfinningar eru tilfinningar sem við höfum ekki unnið úr almennilega og þar af leiðandi sitja í okkur og hafa áhrif á líf okkar. Þetta getur valdið því að við upplifum óþarfa vanlíðan, endurupplifanir frá fortíðinni og ójafnvægi sem geta verið rótin að ýmsum kvillum í líkama, huga og anda.
HJARTAVEGGUR
Hjartaveggur skapast í gegnum erfiðar lífsreynslur þegar við þurfum innri skjöld um hjartað til að komast í gegnum það tímabil. Þetta geta verið skilnaðir, áföll af öllu tagi og ýmis erfiði í lífinu. Þegar við tökum ekki niður þennan innri vegg að lokum erfiða geta þeir skapað mikinn þunga og tengingarrof. Með því að fjarlægja hjartavegg getum við bætt samband okkar við sjálfið, aðra og við hið æðra. Þegar hjartastöðin er lokuð getum við upplifað stöðnun og erfiðleika á mörgum sviðum lífs okkar t.d í samböndum og í okkar heilsu. Það að opna hjartastöðina gefur lífinu meiri lit og dýpt.
Það getur tekið allt frá einum upp í fimm tíma að taka niður hjartavegg.
HVERNIG FARA TÍMARNIR FRAM?
Þetta er orkumeðferð, ekki talmeðferð. Í þessum tímum kryfjum við ekki sögurnar í kringum tilfinningarnar, heldur greinum við einfaldlega hvaða tilfinningar það eru sem eru að taka þig úr jafnvægi og hreinsum þær út. Þessir tímar eru einir og sér mjög hjálplegir til að losa okkur undan fjötrum fortíðarinnar og til að hjálpa líkamanum að heila sig sjálfur.
Við hittumst í gegnum síma eða myndsímtal, tökum stutt samtal og byrjum svo meðferðina. Hér þarft þú ekki að gera neitt, bara slaka á og vera til staðar í sjálfum þér.
Fyrsti tíminn er 45 min á 12.500 kr.
Endurkoma - 30 min á 10.000 kr.
Endurkoma - 60 min 15.000 kr.
HVAÐ ÞARF ÉG MARGA TÍMA?
Það fer eftir því hverju þú vilt vinna að, það getur tekið frá 1 upp í 5 tíma að hreinsa allar fastar tilfinningar í kringum eitt ákveðið ójafnvægi.
Ráðlagt er að koma áfram reglulega til að viðhalda jafnvægi tilfinningalega og orkulega, hver og einn finnur fyrir sig hversu reglulega það er.
Ég býð þér betra verð þegar þú bókar saman 3 eða 5 tíma.
3 tímar saman á 28.000 kr.
5 tímar saman á 45.000 kr.
Hafðu beint samband við mig til að bóka tilboðið