Hjartans vinir!
Við erum að koma norður!!
Með mikilli tilhlökkun og kítli bjóðum við Heiðrún María og Bjarki Ragnars uppá töfrandi cacao athöfn og söngstund
í Kjarnaskógi á Akureyri
fimmtudaginn 13. Júní kl. 17 - 20
Komum saman og opnum hjartað í samveru og söng í faðmi trjánna og plantanna.
Það er sól og hiti í kortunum svo það stefnir í algjöra veislu!
ÞAKKAR
GJÖRÐ OG TENGING
Ræktum og nærum hjartatenguna okkar við sjálfið og samfélag. Í þessari athöfn vinnum við með Cacao Theobroma. Cacao hefur einstakan eiginleika að færa okkur í dýpri hlustun og opnun hjartans. Hún tengir okkur saman og er því svo mögnuð þegar við drekkum hana saman, hún kítlar hjartað okkar og minnir okkur á hver við erum í kjarnanum.
Heiðrún María mun leiða okkur í gegnum cacao athöfn af sinni einstöku næmni og mýkt. Heiðrún hefur unnið náið með cacao plöntunni síðan 2017 og haldið athafnir, námskeið, retreat og einkatíma síðan 2020. Þetta verður í fyrsta sinn sem hún kemur með sitt meðal norður og einkennast hennar rými af einstakri dýpt og næringu. Hún notast við öndun, hugleiðslu og tónheilun sem stuðningstól í athöfnum.
Bjarki Ragnars verður henni til liðs með sína töfrandi tóna og söng. Hjartaknúsari, tónlistamaður og meistari með meiru!
PRAKTÍST ATRIÐI
Mæting kl. 17
Byrjum kl. 17:15
Endum kl. 20
Verð 5.000 kr.
Innifalið cacao
Einnig boðið uppá jurtate úr villtum íslenskum plöntum
Komið með: Bolla og púða fyrir sæti
Skráning hér að neðan